Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Advania Holding hf. og Wise lausna ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 23/2019
 • Dagsetning: 16/7/2019
 • Fyrirtæki:
  • Advania hf.
  • Wise lausnir ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Advania Holding hf. og Wise lausna ehf. Undir meðferð málsins ákváðu samrunaaðilar að draga samrunatilkynningu sína til baka. Þannig ákváðu samrunaaðilar að láta ekki reyna frekar á hvort samruninn gæti náð fram að ganga, eftir að Samkeppniseftirlitið hafði kynnt þeim frummat sitt á mögulegum áhrifum samrunans. Greindu samrunaaðilar og Samkeppniseftirlitið opinberlega frá þessum málalyktum þann 18. júní 2019. Vegna afturköllunar á samrunatilkynning kom ekki til þess að eftirlitið þyrfti að taka endanlega afstöðu til áhrifa samrunans og eru því ekki efni til að aðhafast frekar í málinu.