Samkeppni Logo

Samruni Advania Holding hf. og Wise lausna ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Advania Holding hf. og Wise lausna ehf. Undir meðferð málsins ákváðu samrunaaðilar að draga samrunatilkynningu sína til baka. Þannig ákváðu samrunaaðilar að láta ekki reyna frekar á hvort samruninn gæti náð fram að ganga, eftir að Samkeppniseftirlitið hafði kynnt þeim frummat sitt á mögulegum áhrifum samrunans. Greindu samrunaaðilar og Samkeppniseftirlitið opinberlega frá þessum málalyktum þann 18. júní 2019. Vegna afturköllunar á samrunatilkynningu kom ekki til þess að eftirlitið þyrfti að taka endanlega afstöðu til áhrifa samrunans og eru því ekki efni til að aðhafast frekar í málinu.

Ákvarðanir
Málsnúmer

23 / 2019

Dagsetning
20190716
Fyrirtæki

Advania hf.

Wise lausnir ehf.

Atvinnuvegir

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.