Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Origo hf. á öllum hlutum í Strikamerki – Gagnastýringu ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 24/2019
  • Dagsetning: 17/7/2019
  • Fyrirtæki:
    • Origo hf
    • Strikamerki - Gagnastýring ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Origo hf. á 100% hlut í Strikamerki – Gagnastýringu ehf. Aðalstarfsemi Origo felst í sölu neytendavöru, vélbúnaðar og tengdri þjónustu, þróun og sölu hugbúnaðar, ráðgjöf á sviði upplýsingatækni, sem og hýsingu, rekstri tölvukerfa og tengdri þjónustu. Strikamerki er upplýsingatæknifyrirtæki sem veitir fyrirtækjum lausnir fyrir rafrænan rekstur í formi vélbúnaðar, hugbúnaðar, ráðgjafar og þjónustu. Áhersla er lögð á afgreiðslulausnir, handtölvulausnir og prentlausnir. Að mati Samkeppniseftirlitsins verður ekki séð, miðað við framkomnar upplýsingar, að viðkomandi samruni leiði til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c. samkeppnislaga. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna, s.s. með íhlutun í formi ógildingar eða setningu skilyrða.