Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup 1912 ehf. á Emmessís ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 25/2019
 • Dagsetning: 23/7/2019
 • Fyrirtæki:
  • Emmessís hf
  • 1912 ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samrunann kaup 1912 ehf. á hluta í Emmessís ehf. 1912 ehf. er móðurfélag tveggja félaga, þ.e. Nathan og Olsen hf. og Ekran ehf. Nathan og Olsen hf. rekur heildsölu sem selur dagvöru og snyrtivöru til smásöluverslana og markaðssetningu á þeim vörum sem heildsala félagsins tekur til. Emmessís ehf. rekur ísgerð og selur ís hér á landi.

  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist og að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnisaga nr. 44/2005.