Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Coca Cola European Partners ehf. (hér eftir CCEP) á vörumerkinu Einstök á Íslandi. CCEP hefur verið framleiðandi og dreifingaraðili Einstök bjórs á Íslandi en eigandi vörumerkisins og dreifingaraðili þess erlendis er félagið Einstök Beer Company L.P. Í kjölfar samrunans eignast CCEP rétt vörumerkisins Einstök á Íslandi og öll þau réttindi sem því fylgja.
Að mati Samkeppniseftirlitsins voru ekki forsendur til íhlutunar vegna samrunans.
27 / 2019
Coca Cola European Partners ehf
Einstök Beer Companty L.P.
Matvörur
Samrunamál
"*" indicates required fields