Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup CCEP Íslandi ehf. á vörumerkinu Einstök á Íslandi

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 27/2019
 • Dagsetning: 23/8/2019
 • Fyrirtæki:
  • Coca Cola European Partners ehf
  • Einstök Beer Companty L.P.
 • Atvinnuvegir:
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunatilkynningar
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Coca Cola European Partners ehf. (hér eftir CCEP) á vörumerkinu Einstök á Íslandi. CCEP hefur verið framleiðandi og dreifingaraðili Einstök bjórs á Íslandi en eigandi vörumerkisins og dreifingaraðili þess erlendis er félagið Einstök Beer Company L.P. Í kjölfar samrunans eignast CCEP rétt vörumerkisins Einstök á Íslandi og öll þau réttindi sem því fylgja.

  Að mati Samkeppniseftirlitsins voru ekki forsendur til íhlutunar vegna samrunans.