Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Haga hf. og Reykjavíkur Apóteks ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 29/2019
  • Dagsetning: 30/8/2019
  • Fyrirtæki:
    • Hagar hf.
    • Reykjavíkur Apótek ehf
  • Atvinnuvegir:
    • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Haga hf. (Hagar) á 90% eignarhlut í Reykjavíkur Apóteki ehf. (Reykjavíkur Apótek) Samruninn var tilkynntur með svokallaðri lengri samrunaskrá þann 8. maí 2019.

    Meginstarfsemi Apóteks Reykjavíkur felst í rekstri samnefndrar lyfjaverslunar.

    Meginstarfsemi Haga felur í sér verslunarrekstur, eignaumsýslu, rekstur fasteigna, fjárfestingar í félögum með skylda starfsemi, lánastarfsemi, kaup og sölu eigna og annan skyldan rekstur. Hagar er félag skráð í kauphöll og því er eignarhald nokkuð dreifð. Á matvörumarkaði fara Hagar með yfirráð yfir félaginu. Hagar verslanir ehf. sem m.a. reka Bónus og Hagkaup, sem starfa í smásölu á dagvörum. Þá reka Hagar vöru- og dreifingarfyrirtækið Aðföng. Olís, dótturfélag Haga, selur nýlenduvörur á bensínstöðvamarkaði og fer með yfirráð yfir Rekstrarlandi, sem selur m.a. heilbrigðisvörur.

    Með bréfi, dags. 28. maí 2019, tilkynnti Samkeppniseftirlitið um að samrunatilkynning væri fullnægjandi. Þann 1. júlí sl. tilkynnti Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum um að stofnunin teldi ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans, sbr. 1. mgr. 17. gr. d. samkeppnislaga.

    Eftir rannsókn á samrunanum var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki væru fyrir hendi forsendur til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.