Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Sense ehf. og Origo hf. á eignum þrotabús Tölvuteks ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 33/2019
 • Dagsetning: 23/10/2019
 • Fyrirtæki:
  • Origo hf
  • Sense ehf.
  • Þrotabú Tölvuteks ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Tölvu- og rafeindavörur
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Sense ehf., félags að fullu í eigu Origo hf., á meirihluta eigna þrotabús Tölvuteks ehf. Fram kemur í samrunaskrá að Sense sé að fullu í eigu Origo. Samkvæmt heimasíðu Origo er fyrirtækið þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og er hlutverk félagsins að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og þjónustu. Á heimasíðu Tölvuteks segir að fyrirtækið sé einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði til einstaklinga og smærri fyrirtækja á Íslandi. Í samrunaskrá segir að fyrirtækið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 3. júlí 2019, en rekstur þess hafði stöðvast vegna fjárhagsvandræða þann 24. júní 2019.

  Að mati Samkeppniseftirlitsins verður ekki séð, miðað við framkomnar upplýsingar, að viðkomandi samruni leiði til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c. samkeppnislaga. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna, s.s. með íhlutun í formi ógildingar eða setningu skilyrða.