Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Fréttablaðsins og Hringbrautar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 40/2019
  • Dagsetning: 22/11/2019
  • Fyrirtæki:
    • Torg ehf.
    • Hringbraut Fjölmiðlar ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Aðrir fjölmiðlar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. og Hringbrautar fjölmiðla ehf. Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur einnig vefmiðilinn frettabladid.is. Hringbraut fjölmiðlar reka sjónvarpsstöðina Hringbraut og vefmiðilinn hringbraut.is.

    Starfsemi samrunaaðila skarast á markaði fyrir útgáfu vefmiðla. Miðað við fjölmiðlamælingar, þar sem þó aðeins hluti innlendra vefmiðla er mældur, eru samrunaaðilar með um 11% hlutdeild á þeim markaði. Ljóst er að aðrir keppinautar samrunaaðila á þessu sviði njóta umtalsverðs forskots.

    Á grundvelli m.a. framangreinds og álits fjölmiðlanefndar er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til þess að grípa til íhlutunar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga eða 8. mgr. 62. gr. b. fjölmiðlalaga.     

Tengt efni