Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Skeljungs hf. á Basko ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 42/2019
  • Dagsetning: 25/11/2019
  • Fyrirtæki:
    • Skeljungur hf
    • Basko ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Olíuvörur og gas
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hafði til skoðunar kaup Skeljungs hf. á öllu hlutafé Basko ehf. Skeljungur starfar einkum á eldsneytismarkaði og Basko á dagvörumarkaði og tengdum mörkuðum. Í ljósi fjárhagsstöðu Basko hafði samrunaaðilum áður verið veitt heimild til að framkvæma samrunann meðan hann væri til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu.

    Eftir rannsókn málsins var það mat Samkeppniseftirlitsins að með samrunanum yrði hvorki til markaðsráðandi staða sameinaðs fyrirtækis né styrking á slíkri stöðu. Þá væru engar vísbendingar um að kaup Skeljungs á Basko leiddu til þess að samkeppni raskaðist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ekki væru því forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans.

Staða máls

Hæstiréttur

Dómur