Samkeppni Logo

Kaup Reykjavík Sightseeing Invest ehf. á Allrahanda GL ehf

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Reykjavík Sightseeing Invest ehf. á Allrahanda GL ehf. Fram kemur í samrunaskrá að RSS sé ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasali dagsferða, með sölu og framleiðslu á afþreyingarferðum og útleigu hópferðabíla. Þá segir að RSS hafi verið stofnað árið 2016 og sé sjálfstætt félag í eigu PAC1501 ehf. (89,53%), Sumardals ehf. (10,47%) og Hjörvars Sæbergs Högnasonar (0,03%). Þá segir í samrunaskrá að RSS eigi allt hlutafé í Airport Direct ehf. sem sinni áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Þá segir að AGL sé ferðaþjónustufyrirtæki, ferðaskrifstofa, með sölu og framleiðslu á afþreyingaferðum og útleigu hópferðabíla. Með vísan til umfjöllunar í ákvörðun er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að viðkomandi samruni leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c. samkeppnislaga.

Ákvarðanir
Málsnúmer

44 / 2019

Dagsetning
12/19/2019
Fyrirtæki

Allrahanda GL ehf.

Reykjavík Sightseeing Invest ehf.

Atvinnuvegir

Ferðaþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.