Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Lyfju hf. og Árbæjarapóteks ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 01/2020
 • Dagsetning: 14/1/2020
 • Fyrirtæki:
  • Lyfja hf
  • Árbæjarapótek
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hafði til skoðunar samruna Lyfju hf. og Árbæjarapóteks ehf. Lyfja er stærsta lyfsölukeðja landsins sem rekur apótek undir nöfnunum Lyfja og Apótekið. Auk þess rekur Lyfja Heilsuhúsið, Lyfjalausnir og heildsöluna Heilsu ehf. Árbæjarapótek rekur eina lyfjaverslun í Árbæ. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem hvorki voru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.