Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Yfirtaka Vörðu Capital ehf. á Hugbúnaði hf. (Centara og Wise)

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2020
  • Dagsetning: 31/1/2020
  • Fyrirtæki:
    • Varða Capital ehf.
    • Hugbúnaður hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Fjármálaþjónusta
    • Önnur fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hafði til skoðunar yfirtöku Vörðu Capital ehf. á Hugbúnaði hf. Meginstarfsemi Vörðu Capital er viðskiptaráðgjöf og fjárfestingarstarfsemi en félagið á nokkurn fjölda dóttur- og hlutdeildarfélaga sem starfa á ólíkum mörkuðum. Hugbúnaður hf. á dótturfélögin Centara ehf. og Wise lausnir ehf. sem starfa bæði við þróun og sölu hugbúnaðar.

    Það var mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiddi ekki til röskunar á samkeppni þar sem samrunaaðilar starfa ekki á sama sviði og því eru lóðrétt og samsteypuleg áhrif samrunans takmörkuð.