Samkeppni Logo

Samruni FoodCo hf. og Gleðipinna ehf

Reifun

Samkeppniseftirlitið hafði til skoðunar samruna FoodCo hf. og Gleðipinna ehf. FoodCo á og rekur veitingastaði undir sjö mismunandi vörumerkjum á höfuðborgarsvæðinu. Gleðipinnar reka Keiluhöllina Egilshöll ásamt veitingastaðnum Shake&Pizza. Dótturfélög Gleðipinna reka veitingastaði undir vörumerkjunum Hamborgarafabrikkan og BlackBox Pizzeria.

Eftir rannsókn málsins var það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiddi hvorki til þess að markaðsráðandi staða styrktist né myndaðist, eða yrði til þess að samkeppni á markaði raskaðist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ekki væru því forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans. Ljóst væri þó að staða samrunaaðila væri orðin nokkuð sterk ef horft væri til framkominna upplýsinga um markaðshlutdeild. Kynni sú staða að koma til nánari skoðunar við frekari samþjöppun á markaðnum. Sömuleiðis kynni að koma til þess að markaðurinn fyrir veitinga- og skyndibitastaði yrði síðar skilgreindur með þrengri hætti en nauðsyn hefði þótt fyrir niðurstöðu málsins.

Ákvarðanir
Málsnúmer

4 / 2020

Dagsetning
4. febrúar 2020
Fyrirtæki

FoodCo hf.

Gleðipinnar ehf.

Atvinnuvegir

Matvörur

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.