Ákvarðanir
Brot Íslandspósts ohf. á skilyrðum í ákvörðun nr.8/2017, Aðgerðir til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði
- Sækja skjal
 - Málsnúmer: 10/2020
 - Dagsetning: 6/3/2020
 - 
                    Fyrirtæki:
                        
                            
- Íslandspóstur ohf.
 
 - 
                    Atvinnuvegir:
                        
                            
- Samgöngur og ferðamál
 - Póstþjónusta
 
 - 
                    Málefni:
                        
                            
- Markaðsyfirráð
 
 - 
                    Reifun
                    
Í ákvörðun þessari er gerð grein fyrir sátt sem eftirlitið hefur gert við Íslandspóst ohf. vegna brota fyrirtækisins á skilyrðum sem á félaginu hvíla á grundvelli ákvörðunar nr. 8/2017. Aðgerðir til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði.
Með umræddri sátt gengst Íslandspóstur við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2017 og er gert að greiða fimm milljónir króna í stjórnvaldssektir vegna þessa.
Brot Íslandspósts tengjast fyrrum dótturfélagi þess, ePósti ehf., og fólust annars vegar í því að Íslandspóstur hafi ekki óskað eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en rekstur dótturfélagsins ePósts ehf. var færður inn í Íslandspóst og sameining félaganna komst til framkvæmda og hins vegar því að hafa látið hjá líða að endurskoða kjör á áður veittri lánsfjármögnun til ePósts, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að kjörin voru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.