Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Skeljungur og ODR fá undanþágu vegna COVID-19 til að tryggja aðgang að eldsneyti í öllum byggðarlögum

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 14/2020
  • Dagsetning: 26/3/2020
  • Fyrirtæki:
    • Skeljungur hf.
    • ODR hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur heimilað tiltekið samstarf Skeljungs og ODR sem felur í sér að fyrirtækin hafi kost á því að aðstoða hvort annað tímabundið við dreifingu eldsneytis á stöðum þar sem erfiðleikar koma upp vegna fámennis, veikinda eða annarra takmarkana sem stafa af COVID-19.

    Undanþágan er tímabundin og bundin skilyrðum skilyrðum sem tryggja eiga að samstarfið verði afmarkað við þau brýnu verkefni sem leysa þarf vegna aðstæðna sem skapast kunna vegna COVID-19.

    Ákvörðunin felur í sér undanþágu frá banni samkeppnislaga við samstarfi keppinauta.