Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Smærri lyfjaverslanir fá undanþágu til samstarfs vegna COVID-19

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 15/2020
  • Dagsetning: 27/3/2020
  • Fyrirtæki:
    • Lyfjaverslanir
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samstarf smærri lyfjaverslana til þess að bregðast við COVID-19. Heimildin miðar að því að því að lyfjaverslanir með eina til tvo afgreiðslustaði geti haldið sölustöðum opnum, eða vísað viðskiptavinum til annarra verslana þegar tímabundnar lokanir eru óhjákvæmilegar, án þess að þær sem loka sölustað missi viðskiptasambönd sín til lengri tíma.

    Um er að ræða undanþágu skv. 15. gr. samkeppnislaaa frá banni við samstarfi keppinauta, auk þess sem Félagi atvinnurekenda er veitt undanþága frá 12. gr. sömu laga.

    Markmið undanþágunnar er að vinna gegn því að ástand og aðstæður vegna COVID-19 hafi þau áhrif að keppinautum fækki og samkeppni minnki á markaði fyrir smásölu lyfja, samhliða því að búa í haginn fyrir nauðsynlegt aðgengi að lyfjum.

    Annars vegar tekur undanþágan til þess að lyfjaverslanir með 1-2 sölustaði geti átt sér samskiptavettvang þar sem unnt sé að kanna leiðir til að bregðast við yfirstandandi vanda. Hins vegar tekur undanþágan til þess að lyfjaverslanir innan hópsins, t.d. 2-4 verslanir, geti haft með samstarf sem m.a. getur falið í sér tímabundna lokun sölustaða, án þess að viðkomandi lyfjaverslun hverfi af markaði.

    Undanþágan er bundin skilyrðum sem nánar er kveðið á um í ákvörðun nr. 15/2020. Þar er m.a. kveðið á um að Lyfjastofnun skuli gefinn kostur á að vera þátttakandi í öllum samskiptum sem lúta að undirbúningi og skipulagningu samstarfs sem spretta kann af heimildinni. Með þeim hætti er tryggt að Lyfjastofnun hafi yfirsýn yfir viðkomandi samstarf og geti tryggt að farið sé að þeim kröfum sem settar eru í starfseminni.