Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Brot Símans hf. á skilyrðum í sáttum við Samkeppniseftirlitið við sölu á Enska boltanum á Símanum Sport

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 25/2020
 • Dagsetning: 28/5/2020
 • Fyrirtæki:
  • Síminn hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. hefði brotið tvær sáttir sem fyrirtækið gerði við eftirlitið á árinu 2015. Með sáttunum samþykkti Síminn hf. að hlíta tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði bönnuðu Símanum m.a. að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulegt áskriftarsjónvarp (3. gr. ákvörðunar nr. 20/2015), skylduðu Símann til þess að halda ólíkum þjónustuþáttum aðgreindum (19. gr. ákvörðunar nr. 6/2015), og tryggja að þjónustuflutningur viðskiptavina til keppinauta myndi ekki hafa áhrif á önnur kjör þeirra hjá Símanum hf. (20. gr. ákvörðunar 6/2015). Með því að selja Enska boltann á Símanum Sport sem hluta af Heimilispakkanum með þeirri verðlagningu og viðskiptakjörum sem rannsóknin leiddi í ljós, taldi Samkeppniseftirlitið að Síminn hf. hefði brotið þessi skilyrði. Þá væri um að ræða ítrekað brot á 3. gr. sáttar í ákvörðun nr. 20/2015. Sáttir eru bindandi fyrir fyrirtæki sem undir þær gangast og mjög brýnt er að fyrirtæki virði skilyrði sátta. Er umræddum skilyrðum m.a. ætlað að koma í veg fyrir að Síminn geti með framangreindum hætti takmarkað samkeppni almenningi til tjóns. Þá taldi Samkeppniseftirlitið brot Símans alvarleg og sektaði fyrirtækið um 500 milljónir króna.