Ákvarðanir
Undanþága fyrir samstarfi lánveitenda um tímabundna greiðslufresti á lánum einstaklinga vegna áhrifa COVID-19
- Sækja skjal
 - Málsnúmer: 27/2020
 - Dagsetning: 10/6/2020
 - 
                    Fyrirtæki:
                        
                            
- Samtök fjármálafyrirtækja
 
 - 
                    Atvinnuvegir:
                        
                            
- Fjármálaþjónusta
 - Viðskiptabankaþjónusta
 
 - 
                    Málefni:
                        
                            
- Undanþágur
 
 - 
                    Reifun
                    
Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað samstarf lánveitenda sem lýtur að tímabundinni frestun á innheimtu lána einstaklinga sem lenda í tímabundnum greiðsluvanda vegna tekjufalls af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Ákvörðunin felur í sér undanþágu frá banni samkeppnislaga við samstarfi keppinauta.
Undanþágan er bundin skilyrðum sem ætlað er að tryggja enn frekar hagsmuni einstaklinga sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum. Þannig eiga skilyrðin að tryggja að samstarf lánveitenda komi ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti veitt viðskiptavinum sínum frekari greiðsluerfiðleikaúrræði en samkomulagið kveður á um.