Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samkeppnishömlur í tengslum við framsetningu á drykkjarvörum í hillum smásöluverslana

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 31/2020
 • Dagsetning: 17/7/2020
 • Fyrirtæki:
  • Coca Cola European Partners ehf
  • Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Ólögmætt samráð
 • Reifun

  Með ákvörðun þessari er leidd til lykta rannsókn á ætluðum samkeppnishömlum í tengslum við framsetningu á drykkjarvörum í hillum smásöluverslana. Ákvörðunin er grundvölluð á sáttum Samkeppniseftirlitsins við annars vegar Ölgerðina Egil Skallagríms hf. og hins vegar Coca-Cola European Partners Ísland ehf.

   Með umræddum sáttum, sem eru samhljóða, skuldbinda fyrirtækin sig til þess að fylgja tilteknum skilyrðum sem tryggja eiga að nýjir og smærri keppinautar verði ekki fyrir samkeppnishindrunum af völdum stærri keppinauta í tengslum við framstillingu á drykkjarvörum í hillum smásöluverslana.

   Jafnframt fallast fyrirtækin á að tiltekin samskipti þeirra á milli, sem vörðuðu framstillingu vara frá þeim og keppinautum þeirra í matvöruverslunum, hafi farið gegn banni við samstarfi keppinauta. Þá fallast fyrirtækin á að greiða stjórnvaldssektir vegna málsins, samtals 37 m.kr., og er lagt til grundvallar að fyrirtækin tvö beri jafna ábyrgð á málinu. Við ákvörðun sekta hafði mikla þýðingu að málið sætti ekki samfelldri rannsókn og tafðist verulega hjá Samkeppniseftirlitinu. Einnig er við ákvörðun sekta horft til samstarfsvilja fyrirtækjanna sem endurspeglast í gerð fyrrgreindra sátta og öðrum atvikum við rannsókn málsins.