Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Skipulag og gjaldtaka Isavia ohf. á fjar- og nærstæðum fyrir fólksflutninga við Keflavíkurflugvöll

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 32/2020
 • Dagsetning: 22/7/2020
 • Fyrirtæki:
  • Allrahanda ehf.
  • Isavia ohf.
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
  • Ferðaþjónusta
 • Málefni:
  • Markaðsráðandi staða
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur tekið ákvörðun þar sem tilmælum er beint til Isavia ohf. („Isavia“) um skipulag og gjaldtöku af hópferðafyrirtækjum á bílastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tilmælin eru sett fram vegna rannsóknar á gjaldtöku Isavia á rútustæðum við flugstöðina, sk. nærstæðum sem eru fyrir skipulagðan áætlunarakstur og sk. fjarstæðum sem eru fyrir hópferðafyrirtæki sem sinna öðrum akstri, s.s. með hópa en einnig að einhverju leyti akstri samkvæmt skipulagðri áætlun.

  Rannsóknin er tilkomin einkum vegna kvartana Allrahanda GL frá janúar 2018 og 2019. Í júlí 2018 tók Samkeppniseftirlitið ákvörðun til bráðabirgða þar sem gjaldtaka Isavia á fjarstæðum sem tók gildi í mars sama ár var stöðvuð þar sem sennilegt var talið að hún fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á 11. gr. samkeppnislaga. Í þessu sambandi skipti máli að Isavia nýtur einstakra yfirburða sem opinber rekstraraðili og nánast eini skipuleggjandi allrar aðstöðu fyrir fyrirtæki sem starfa á Keflavíkurflugvelli og innan flugstöðvarinnar. Taldi eftirlitið sennilegt að gjaldtakan fæli í sér of hátt verð eða okur auk þess sem hún mismunaði fólksflutningafyrirtækjum í sams konar viðskiptum og var hún því stöðvuð. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðunina í október 2018.

  Rannsókn málsins var haldið áfram en það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú að ekki séu forsendur til að grípa til frekari bindandi íhlutunar vegna hennar, en beina þess í stað tilmælum til Isavia um að koma traustari umgjörð um skipulag og gjaldtöku á bílastæðum fyrir fólksflutninga til og frá flugvellinum.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir