Samkeppni Logo

Undanþága fyrir samstarfi færsluhirða um þróun úrlausnar vegna staðlamisræmis

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað Valitor, Borgun og KORTU að eiga með sér afmarkað samstarf um þróun úrlausnar vegna notkunar greiðslukorta í vefviðskiptum í íslenskum krónum. Með samstarfinu er stefnt að því að þróa verklagslausn sem leyst getur úr misræmi í fjölda aukastafa milli staðla hinna alþjóðlegu kortafélaga annars vegar og ISO 4217 staðalsins svonefnda hins vegar.

Samkeppniseftirlitið hefur sett samstarfinu tiltekin skilyrði sem einkum er ætlað að tryggja að samstarfið haldist innan þess ramma sem helgast af tilgangi þess og að úrlausnin verði öllum færsluhirðum aðgengileg, hvar í landi sem þeir starfa.

Ákvarðanir
Málsnúmer

34 / 2020

Dagsetning
25. ágúst 2020
Fyrirtæki

Borgun hf.

Korta hf.

Valitor hf

Atvinnuvegir

Fjármálaþjónusta

Greiðslukortastarfsemi

Málefni

Undanþágur

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.