Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Kviku banka hf. („Kvika“) og Netgíró hf. („Netgíró“). Samkvæmt samrunaskrá er aðalstarfsemi samstæðu Kviku einkum eigna- og sjóðastýring, markaðsviðskipti, fyrirtækjaráðgjöf, bankaþjónusta og lánastarfsemi. Þar segir einnig að Netgíró sé lánafyrirtæki sem starfræki rafræna greiðslulausn sem geri neytendum kleift að taka neyslulán til að fjármagna kaup á vörum hjá tilteknum endursöluaðilum.
Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði þar af ekki til myndunar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.
38 / 2020
Kvika banki hf.
Netgíró hf.
Fjármálaþjónusta
Verðbréfastarfsemi
Viðskiptabankaþjónusta
Samrunamál
"*" indicates required fields