Samkeppni Logo

Kaup Kaupfélags Skagfirðinga svf. á M-veitingum ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hafði til skoðunar kaup Kaupfélags Skagfirðinga svf. á öllu hlutafé M-veitinga ehf. Starfsemi KS er víðtæk og tengist m.a. sjávarútvegi, vinnslu kjöt- og mjólkurafurða, fóðurframleiðslu, verslunarrekstri, rekstri bíla- og vélaverkstæðis, ásamt vöruflutningum. M-veitingar reka tvo veitingastaði, annan í Reykjavík en hinn í Kópavogi, undir vörumerkinu Metro

Eftir rannsókn málsins var það mat Samkeppniseftirlitsins að með samrunanum yrði hvorki til markaðsráðandi staða sameinaðs fyrirtækis né styrking á slíkri stöðu. Þá væru engar vísbendingar um að kaup KS á M-veitingum leiddu til þess að samkeppni raskaðist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ekki væru því forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans.

Ákvarðanir
Málsnúmer

1 / 2021

Dagsetning
19. janúar 2021
Fyrirtæki

Kaupfélag Skagfirðinga svf.

M-veitingar ehf.

Atvinnuvegir

Matvörur

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.