Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni FISK-Seafood ehf. og Ölduóss ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2021
  • Dagsetning: 26/2/2021
  • Fyrirtæki:
    • Fisk Seafood ehf.
    • Ölduós ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið tók til skoðunar samruna FISK-Seafood ehf. og Ölduóss ehf. Um er að ræða sjávarútvegsfyrirtæki en Ölduós starfrækir þó ekki landvinnslu. FISK-Seafood er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga sem rekur ýmis konar starfsemi. Það var niðurstaða eftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar í samrunann vegna takmarkaðrar markaðshlutdeildar samrunaaðila á markaði málsins.