Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup PPH ehf. á Pizza-Pizza ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 14/2021
 • Dagsetning: 10/5/2021
 • Fyrirtæki:
  • Pizza Pizza ehf.
  • PPH ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna PPH ehf. og Pizza-Pizza ehf. PPH ehf. er nýstofnað félag um eignarhluti í Pizza-Pizza ehf. og er í eigu fimm hluthafa. Pizza-Pizza ehf. rekur 23 veitingastaði undir merkjum Domino‘s á Íslandi. Ekki eru vísbendingar um að aðilar málsins hafi eða muni öðlast markaðsráðandi stöðu með samruna þessum og teljast samkeppnisleg áhrif hans óveruleg enda starfa þeir að miklu leyti á ótengdum mörkuðum. Af þeim sökum var það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar.