Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Stofnun Ósness ehf. og Genevad Holding AB á BEWI Iceland ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 17/2021
 • Dagsetning: 18/5/2021
 • Fyrirtæki:
  • Ósnes ehf.
  • Genevad Holding AB
  • BEWI Iceland ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar stofnun Ósness ehf. og Genevad Holding AB á BEW Iceland ehf. BEWI er sameiginlegt verkefni (e. full-function-joint-venture) eigenda þess og stofnað um framleiðslu og sölu á frauðplastumbúðum sem gerðar eru úr EPS frauðplasti (e. expanded polystyrene). Við samrunann eignast Ónes 51% hlutafjár og Genevad Holding 49% hlutafjár í BEWI. Ósnes ehf. starfar við fiskeldi og vinnslu sjávarfangs, Genevad Holding AB er dótturfélagi BEWiSynbra Group AB og er tilgangur þess að halda utan um félaga sem tilheyra BEWiSynbra samstæðunni. Meginstarfsemi BEWiSynbra er annars vegar framleiðsla á EPS frauðplasti og hins vegar framleiðsla frauðplastkassa og einangrunarefnis úr EPS. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.