Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Eignarhaldsfélagsins Kolku ehf. og Huppuíss ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 18/2021
 • Dagsetning: 19/5/2021
 • Fyrirtæki:
  • Eignarhaldsfélagið Kolka ehf.
  • Huppuís ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hafði til skoðunar samruna Eignarhaldsfélagsins Kolku ehf. og Huppuís ehf. Kolka er eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignarhluti í ísframleiðandanum Emmessís og heildsölunum Nathan Olsen og Ekrunni. Huppuís rekur fimm ísbúðir undir sama nafni.

  Um er að ræða lóðréttan samruna og í kjölfar rannsóknar málsins var það niðurstaða eftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar í samrunann.