Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Samkaupa hf. á rekstri verslana í eigu Krónunnar ehf. á Hellu og í Nóatúni

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 20/2021
 • Dagsetning: 27/5/2021
 • Fyrirtæki:
  • Samkaup hf.
  • Krónan ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með ákvörðun þessari eru heimiluð kaup Samkaupa hf. á rekstri og starfsemi verslana Krónunnar ehf. á Hellu annars vegar og í Nóatúni 17 í Reykjavík hins vegar. Með samrunanum hefur Festi hf., móðurfélag Krónunnar ehf., jafnframt fullnægt skyldu sinni samkvæmt sátt við Samkeppniseftirlitið um að selja verslun sína á Hellu vegna mikils markaðsstyrks félagsins á svæðinu og í því skyni að efla samkeppni á dagvörumarkaði, sbr. sátt við Samkeppniseftirlitið frá 30. apríl 2018 sem birt var með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2019, samruni N1 hf. og Festi hf.