Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Skeljungs hf. á Port I ehf., eignarfélagi Dælunnar ehf. og Löðurs ehf. Samruninn var tilkynntur með svokallaðri lengri samrunaskrá þann 18. febrúar 2021.
Með bréfi dags. 24. mars 2021 tilkynnti Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum að það teldi ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans, sbr. 1. mgr. 17. gr. d samkeppnislaga nr. 44/2005.
Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.
28 / 2021
Port I ehf.
Skeljungur hf.
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Olíuvörur og gas
Samrunamál
"*" indicates required fields