Samkeppniseftirlitið hafði til skoðunar samruna Nova Acquisition Holding ehf. (NAH) og Platínum Nova hf. sem eru eignarhaldsfélög. Í kjölfar samrunans munu fjarskiptafélagið Nova hf. og hótelrekandinn Keahótel ehf. verða undir sömu yfirráðum. Þar sem starfsemi samrunaaðila skarast ekki og er á ólíkum mörkuðum taldi Samkeppniseftirlitið ekki forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans.
33 / 2021
Nova Acquisition Holding ehf.
Platínum Nova hf.
Farsímanet (grunnet og þjónusta)
Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
Samrunamál
"*" indicates required fields