Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 39/2021
  • Dagsetning: 22/10/2021
  • Fyrirtæki:
    • Nordic Visitor hf.
    • Iceland Travel ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Ferðaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Kaup Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Starfsemi fyrirtækjanna felst í rekstri ferðaskrifstofa og ferðaskipulagningu, til smásölu og heildsölu á ferðum til Íslands og innan Íslands, hvort sem er til erlendra ferðaskrifstofa til endursölu eða til erlendra ferðamanna. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að með samrunanum yrði ekki til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni og því ekki tilefni til íhlutunar. Með samrunatilkynningu upplýstu aðilar einnig um væntanlega minnihlutaeign fjárfestingasjóðsins AU1 og Alfa framtaks ehf., í Nordic Visitor hf., á grundvelli áskriftarsamnings og réttinda samkvæmt hluthafasamkomulagi, kæmi samruninn til framkvæmda. Aðkoma AU1 og Alfa framtaks kom til skoðunar við mat á áhrifum samrunans en Samkeppniseftirlitið taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við hin neikvæðu yfirráð.