Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Marel Iceland ehf. á Völku ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 41/2021
  • Dagsetning: 29/10/2021
  • Fyrirtæki:
    • Valka ehf.
    • Marel hf.
    • Marel Iceland ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Vélar og tæki
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Marel Iceland ehf., dótturfélags Marel hf., og Völku ehf. Marel og Valka starfa bæði við framleiðslu og þjónustu búnaðar sem notaður er til margra þátta matvælavinnslu. Aðalstarfsemi Marels felst í framleiðslu véla til vinnslu kjöts, alifugla og fisks. Starfsemi Völku er á sviði framleiðslu véla til fiskvinnslu. Í kjölfar umfangsmikillar rannsóknar málsins var það niðurstaða eftirlitsins að ekki væru forsendur til íhlutunar í málinu.