Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Cargow Iceland ehf. og Thor Shipping ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 42/2021
  • Dagsetning: 30/11/2021
  • Fyrirtæki:
    • Cargow Iceland ehf.
    • Thor Shipping ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Sjóflutningur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða til kaupa Cargow Iceland ehf. á 100% hlutafjár í Thor Shipping ehf.

    Cargow Iceland ehf., sem er eignarhaldsfélag í eigu Cargow B.V., er alhliða þjónustufyrirtæki í fraktflutningum. Thor Shippping ehf. á ekki sjálft skip en er með aðgang að flutningsrými í vikulegum siglingum á milli Íslands og meginlands Evrópu. Félagið sníðir flutninga og siglingaáætlun eftir þörfum viðskiptavina, en umfram geta er nýtt og laust flutningsrými í skipunum er selt til þriðja aðila á almennum fraktmarkaði.

    Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.