Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Rubix Íslandi ehf. á öllum hlutum í Verkfærasölunni ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 8/2022
 • Dagsetning: 4/4/2022
 • Fyrirtæki:
  • Rubix Ísland ehf.
  • Verkfærasalan ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Bygginga- og heimilisvörur (heimilistæki, föt, snyrtivörur)
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Rubix Íslandi ehf. og Verkfærasölunnar ehf. Rubix Íslandi er umsvifamikið í dreifingu og sölu á iðnaðarvarahlutum og Verkfærasalan starfar við innflutning og sölu á vélum og verkfærum fyrir iðnað. Ekki eru vísbendingar um að aðilar málsins hafi eða muni öðlast markaðsráðandi stöðu með samruna þessum og teljast samkeppnisleg áhrif hans óveruleg enda starfa þeir að miklu leyti á ótengdum mörkuðum. Af þeim sökum var það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar.