Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup FoodCo hf. á öllum rekstri veitingastaðanna Kaffi Sólon og Sjávarkjallarans

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 62/2007
 • Dagsetning: 7/12/2007
 • Fyrirtæki:
  • FoodCohf.
  • Kaffi Sólon
  • Sjávarkjallarinn
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun Með bréfi dags. 6. september 2007, var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um að FoodCo hf. hafi keypt eignir og rekstur veitingastaðanna Kaffi Sólon og Sjávarkjallarans af Borgarbræðrum hf. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna þar með eru veltuskilyrði ákvæðisins uppfyllt. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa hins vegar ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni. Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.