Samkeppni Logo

Kaup Rotovia hf. á öllum hlutum í RPC Promens International BV

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Rotovia hf. á öllum hlutum í RPC Promens International BV, sem er móðurfélag Sæplasts Iceland ehf. og Tempru ehf. Sæplast hannar og framleiðir tvöfalt einangruð ker og þreföld sérstyrkt PE ker og bretti sem notuð eru í matvælaframleiðslu og í endurvinnsluiðnaði. Þá framleiðir Sæplast jafnframt byggingartengdar plastvörur, líkt og brunna, tanka, rotþrær og skiljur. Tempra framleiðir umbúðir fyrir ferskfiskútflutning og einangrun fyrir byggingariðnað úr EPS, þ.e. frauðplast. Ásamt því að framleiða húsaeingangrun og umbúðir býður Tempra upp á ýmsa fylgihluti til flutnings ferskra afurða sem og einangrunar. Rotovia var stofnað í tengslum við samrunann til að halda utan um sameiginlega fjárfestingu Freyju og SÍA IV í Promens.

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans. Samrunanum voru þó sett skilyrði til að sporna gegn skaðlegum hagsmunatengslum eða öðrum samkeppnishindrunum sem stafað geta af eignarhaldi SÍA IV og Freyju á Rotovia og beinu og óbeinu eignarhaldi eigenda SÍA IV og Freyju á öðrum atvinnufyrirtækjum. Er það niðurstaða eftirlitsins að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum.

Ákvarðanir
Málsnúmer

12 / 2022

Dagsetning
20220601
Fyrirtæki

Rotovia hf.

RPC Promens International BV

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Ýmsar rekstrarvörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.