Samkeppni Logo

Kaup Regins hf. og Haga hf. á hlutafé í Klasa ehf

Reifun

Með ákvörðuninni var tekin afstaða til kaupa Regins hf. og Haga hf. á hlutafé í Klasa ehf. Klasi starfar á markaði fyrir fasteignaþróun. Reginn og Hagar starfa á mörkuðum sem eru fráliggjandi markaðinum fyrir fasteignaþróun, en Reginn leigir út atvinnuhúsnæði og Hagar eiga hluta þeirra fasteigna sem félagið notar. Eftir rannsókn á samrunanum varð það frummat Samkeppniseftirlitsins að samruninn raskaði samkeppni verulega og því tilefni til íhlutunar vegna samrunans. Eftir ósk samrunaaðila um sáttaviðræður lauk rannsókn eftirlitsins með undirskrift sáttar 10. júní 2022, en sáttin er til þess fallin að vega upp þá samkeppnislegu röskun sem ella hefði leitt af samrunanum.

Ákvarðanir
Málsnúmer

16 / 2022

Dagsetning
18. júlí 2022
Fyrirtæki

Hagar hf.

Klasi hf

KLS eignarhaldsfélag ehf

Regin hf.

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.