Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Arnarlax hf. á hlutafé í Eldistöðinni Ísþór hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 18/2022
 • Dagsetning: 2/8/2022
 • Fyrirtæki:
  • Arnarlax hf.
  • Eldisstöðin Ísþór hf.
  • Fiskeldi Austfjarða hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Arnarlax hf. og Eldistöðvarinnar Ísþórs hf. Samruninn var talinn með þeim hætti að ekki væri tilefni til íhlutunar. Sú starfsemi sem samruninn tók til var m.a. talin varða markað fyrir sjókvíaeldi og frumvinnslu á Norður-Atlantshaflaxi með ákveðnum fyrirvörum. Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.