Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Archer Norge AS og Kaldbaks ehf. á Jarðborunum hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 25/2022
 • Dagsetning: 19/10/2022
 • Fyrirtæki:
  • Jarðboranir hf.
  • Kaldbakur ehf.
  • Archer Norge AS
 • Atvinnuvegir:
  • Orkumál
  • Hita- og vatnsveitur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Archer Norge AS og Kaldbaks ehf. á Jarðborunum hf. Archer Norge er norskt félag sem þjónustar olíu og gasiðnaðinn í Noregi. Kaldbakur er fjárfestingafélag í eigu Samherja hf. Jarðboranir starfa að mestu jarðboranir tengdar nýtingu auðlinda í jörðu til framleiðslu á endurnýjanlegri orku.

  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði þar af ekki til myndunar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.