Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Top ehf./Bílaumboðsins Öskju ehf. og Lotus Car Rental ehf. Starfsemi samrunaaðila skarast ekki með þeim hætti að tilefni var til íhlutunar. Sú starfsemi sem samruninn tók til var m.a. talin varða innflutning og sölu á nýjum bílum, viðgerðaþjónustu við bíla, útleigu á bifreiðum til skamms tíma. Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.
26 / 2022
Askja ehf.
Lotus Car Rental ehf.
Top ehf.
Samgöngur og ferðamál
Samrunamál
"*" indicates required fields