Samkeppni Logo

Samruni Síldarvinnslunnar hf. og Vísis hf.

Reifun

Með ákvörðun nr. 28/2022 er tekin afstaða til kaupa Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Vísi, en í kaupunum felst samruni í skilningi samkeppnislaga. Niðurstaða rannsóknarinnar er að ekki séu forsendur til íhlutunar í málinu.

Í fyrri ákvörðununum Samkeppniseftirlitsins er varða Síldarvinnsluna hefur eftirlitið aflað upplýsinga og sjónarmiða um tengsl Síldarvinnslunnar við Samherja hf. og Gjögur hf. / Kjálkanes ehf., en slíkt hefur þýðingu fyrir úrlausn samrunamála.

Þær upplýsingar sem fyrir liggja í þessu samrunamáli gefa áfram til kynna eigna-, stjórnunar- og viðskiptatengsl milli Síldarvinnslunnar, Samherja og Gjögur/Kjálkanes. Af þeim sökum voru samkeppnisleg áhrif samrunans tekin til athugunar út frá tveimur sjónarhornum, þ.e. annars vegar miðað við samrunann eins og hann var tilkynntur eftirlitinu og hins vegar miðað við möguleg sameiginleg yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni.

Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til íhlutunar, hvort sem litið er til hinna þrengri eða víðtækari yfirráða. Þannig eru ekki forsendur til þess að ætla að markaðsráðandi staða sé að myndast eða styrkjast.

Í ákvörðuninni er fjallað um samspil samkeppnislaga og ákvæða um hámark aflahlutdeildar í lögum um fiskveiðistjórnun. Þar á meðal er vakin athygli á því að yfirráð eru ekki skilgreind með sama hætti í lögunum tveimur. Það er verkefni Fiskistofu að fylgja eftir að farið sé að ákvæðum fiskveiðistjórnunarlaga um hámarks aflahlutdeild. Við mat og mögulega úrlausn á þessu kemur til kasta Fiskistofu. Í tilefni af málinu hefur Samkeppniseftirlitið átt fund með Fiskistofu og gert henni grein fyrir vísbendingum um víðtækari yfirráð. Mun Samkeppniseftirlitið veita Fiskistofu frekari upplýsingar, ef nauðsynlegt þykir.

Með ákvörðun þessari er ekki tekin endanleg ákvörðun um yfirráð yfir Síldarvinnslunni í skilningi samkeppnislaga. Kunna málefni þessi því að koma til frekari rannsóknar á síðari stigum.

Ákvarðanir
Málsnúmer

28 / 2022

Dagsetning
20221114
Fyrirtæki

Síldarvinnslan hf.

Vísir hf.

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Sjávarútvegur og fiskvinnsla

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.