Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Horns IV slhf. á hlut í Eðalfangi ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 27/2022
 • Dagsetning: 17/11/2022
 • Fyrirtæki:
  • Horn IV slhf.
  • Eðalfang ehf.
  • Landsbréf hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Horns IV slhf. og Eðalfangs ehf. sem starfar einkum á markaði fyrir áframvinnslu og sölu fiskafurða til stóreldhúsa og neytenda. Horn IV er sérhæfður framtakssjóður (e. private equity fund) sem er rekinn af Landsbréfum hf., dótturfélagi Landsbankans hf. 

  Sjóðurinn er samlagshlutafélag sem rekið er sem lokaður sjóður með um 30 fagfjárfesta sem hluthafa. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans. 

  Sett hafa verið skilyrði í málinu og að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum.