Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Stundarinnar og Kjarnans

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 2/2023
  • Dagsetning: 17/2/2023
  • Fyrirtæki:
    • Útgáfufélagið Stundin ehf.
    • Kjarninn miðlar ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Prentmiðlar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Stundarinnar og Kjarnans. Starfsemi samrunaaðila skarast ekki með þeim hætti að tilefni var til íhlutunar.

    Sú starfsemi sem samruninn tók til var talin varða (a) útgáfu vefmiðla, (b) útgáfu dagblaða, (c) sölu auglýsinga í fjölmiðlum.

    Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem markaðsráðandi staða væri ekki að myndast eða styrkjast, eða að samkeppni væri raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá myndi samruninn ekki hafa skaðleg áhrif á fjölræði og/eða fjölbreytni í fjölmiðlun á þeim mörkuðum sem samrunaaðilar starfa á, sbr. áskilnað laga um fjölmiðla. Af þeim sökum var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki voru forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna.