Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Skel fjárfestingafélags ehf., Skeljungs ehf., Kletts sölu og þjónustu ehf. og Klettagarða 8-10 ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 6/2023
  • Dagsetning: 24/2/2023
  • Fyrirtæki:
    • Skel fjárfestingafélag ehf.
    • Skeljungur ehf.
    • Klettur - sala og þjónusta ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með samrunaákvörðuninni er tekin afstaða til kaupa Skel og Skeljungs á Kletti sölu og þjónustu. Starfsemi Kletts felst í sölu og þjónustu við vinnuvélar, aflvélar, rafstöðvar, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar o.fl. að sögn samrunaaðila. Félagið sé umboðsaðili Scania og Caterpillar á Íslandi auk ýmissa annarra framleiðenda. 

    Klettur reki fimm þjónustuverkstæði í Reykjavík og eitt á Akureyri. Því til viðbótar starfræki félagið hjólbarðaverkstæði. Áhrifa samrunans gætir einkum á markaði fyrir innflutning og sölu á smurolíum og smurefnum. Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki væru forsendur til að íhlutast.