Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Pac1501 ehf. á hluta reksturs Allrahanda GL ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 7/2023
  • Dagsetning: 28/2/2023
  • Fyrirtæki:
    • PAC1501.ehf
    • Allrahanda GL ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Ferðaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með samrunanum kaupir Pac1501 hluta reksturs Allrahanda GL. Í samrunaskrá kemur fram að Pac sé fjárfestinga- og eignarhaldsfélag sem eigi eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem stundi fólksflutninga, ferðaskrifstofurekstur og tengda starfsemi á Íslandi. Pac sé í 100% eigu Horns III slhf. en Horn III sé sérhæfður framtakssjóður. 

    Pac1501 er m.a. eigandi RSS, Airport Direct, Hagvagna, Hópbíla o.fl. Allrahanda er að sögn samrunaaðila ferðaþjónustufyrirtæki en starfsemi félagsins felist einkum í útleigu hópferðabifreiða. Allrahanda sé með leyfi til ferðaskipulagningar og framkvæmi ferðir sem GL Iceland dótturfélag þess selji ásamt því að taka að sér akstursþjónustu. Samrunaaðilinn hafi leyfi til þess að nota vörumerkið Greyline. Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé þörf eða forsendur til þess að íhlutast vegna samrunans.