Samkeppni Logo

Kaup Pac1501 ehf. á hluta reksturs Allrahanda GL ehf.

Reifun

Með samrunanum kaupir Pac1501 hluta reksturs Allrahanda GL. Í samrunaskrá kemur fram að Pac sé fjárfestinga- og eignarhaldsfélag sem eigi eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem stundi fólksflutninga, ferðaskrifstofurekstur og tengda starfsemi á Íslandi. Pac sé í 100% eigu Horns III slhf. en Horn III sé sérhæfður framtakssjóður. 

Pac1501 er m.a. eigandi RSS, Airport Direct, Hagvagna, Hópbíla o.fl. Allrahanda er að sögn samrunaaðila ferðaþjónustufyrirtæki en starfsemi félagsins felist einkum í útleigu hópferðabifreiða. Allrahanda sé með leyfi til ferðaskipulagningar og framkvæmi ferðir sem GL Iceland dótturfélag þess selji ásamt því að taka að sér akstursþjónustu. Samrunaaðilinn hafi leyfi til þess að nota vörumerkið Greyline. Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé þörf eða forsendur til þess að íhlutast vegna samrunans. 

Ákvarðanir
Málsnúmer

7 / 2023

Dagsetning
28. febrúar 2023
Fyrirtæki

Allrahanda GL ehf.

PAC1501.ehf

Atvinnuvegir

Ferðaþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.