Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Sala Gleðipinna I – samruni Gleðipinna hf., Kaupfélags Skagfirðinga svf., og Háa kletts ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 11/2023
 • Dagsetning: 24/3/2023
 • Fyrirtæki:
  • Kaupfélag Skagfirðinga svf.
  • Gleðipinnar hf.
  • Hái klettur ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samruninn varðar kaup KS og Háa kletts á Gleðipinnum hf. og hluta þess reksturs sem áður var í félaginu. Eftir samrunann verður því sameiginlegt eignarhald KS og Háa kletts á óstofnuðu félagi utan um alla hluti í Gleðipinnum hf. og þær rekstrareiningar sem þar verða áfram eftir samrunann; Hamborgarafabrikkuna, Aktu Taktu, American Style og Blackbox. 

  Markaðir málsins þar sem áhrifa samrunans gætir eru markaður fyrir veitinga- og skyndibitastaði, markaður fyrir aðrar tilbúnar kaldar sósur og markaðir fyrir ferskar og unnar kjötvörur. Að mati SE var ekki tilefni til þess að íhlutast vegna samrunans enda leiddi hann ekki til myndunar á markaðsráðandi stöðu eða annarrar umtalsverðrar röskunar á samkeppni.