Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Topicus.com B.V. á Five Degrees Holding B.V.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 14/2023
 • Dagsetning: 8/5/2023
 • Fyrirtæki:
  • Topicus.com B.V.
  • Five Degrees Holding B.V.
  • DK hugbúnaður ehf.
  • Five Degrees ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið tók afstöðu til samruna Topicus.com B.V. og Five Degrees Holding B.V. Bæði félögin eiga dótturfélög sem starfa á Íslandi og því voru kaupin tilkynnt Samkeppniseftirlitinu.

  Að mati samrunaaðila þá starfar DK hugbúnaður á markaði fyrir fjárhagskerfi með takmarkaða virki og markaði fyrir fjárhagskerfi með miðlungs virkni líkt og hann var skilgreindur í riti Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2019.

  Auk þess bjóði DK hugbúnaður upp á hýsingar- og skýjaþjónustu fyrir eigin kerfi og einnig hýsingu fyrir Office 365 fyrir þau fyrirtæki. Því telja samrunaaðilar að DK hugbúnaður starfi á markaði fyrir hýsingu og rekstur tölvukerfa og vísa því til stuðnings til frummats Samkeppniseftirlitsins á markaðsskilgreiningum í ákvörðun nr. 23/2019.

  Að sögn samrunaaðila starfi Five Degrees á sérstökum markaði fyrir hugbúnaðargerð fyrir fjármálafyrirtæki líkt Samkeppniseftirlitið skilgreindi hann í ákvörðun eftirlitsins nr. 14/2012.

  Það er því mat Samkeppniseftirlitsins að ekkert í fyrirliggjandi upplýsingum eða gögnum málsins bendi til þess að samruninn myndi eða styrki markaðsráðandi stöðu, eða hann raski samkeppni að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því telur Samkeppniseftirlitið ekki forsendur til að hafast frekar að í þessu máli.