Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Ardian á öllu hlutafé í Mílu ehf. af Símanum hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 16/2023
  • Dagsetning: 22/5/2023
  • Fyrirtæki:
    • Síminn hf.
    • Míla ehf.
    • Ardian France SA
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Sjóðir í eigu franska sjóðstýringafélagsins Ardian keyptu allt hlutafé í Mílu og tilkynntu samrunann til Samkeppniseftirlitsins. Málið varðar alla helstu heildsölumarkaði fjarskipta hérlendis og eftir atvikum smásölumarkaði. 

    Samkeppniseftirlitið gaf út andmælaskjal 1. júlí 2022 vegna mögulegra skaðlegra áhrifa samrunans, aðallega vegna langtíma heildsölusamnings milli seljanda Símans og Mílu, en einnig vegna flutninga á fjarskiptakerfum stuttu fyrir samrunann vegna viðskiptanna sem breyttu stöðu Mílu. Samrunaaðilar lögðu til og samþykktu að gangast undir skilyrði í sátt, aðallega um breytingar á langtíma heildsölusamningi og um hegðunarskilyrði. Lauk málinu með sátt 15. september 2022. 

    Óháður eftirlitsaðili vegna sáttar málsins er Guðmundur Gunnarsson (gg@raftel.is).