Ákvarðanir
Samruni Nýja Kaupþings banka hf. og Exista Properties ehf. og kaup á tilteknum fasteignum Landic Íslands ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 2/2009
- Dagsetning: 28/1/2009
- 
                    Fyrirtæki:
                        
                            - Kaupþing banki hf.
- Exista Properties ehf.
- Landic Íslands ehf.
 
- 
                    Atvinnuvegir:
                        
                            - Fjármálaþjónusta
 
- 
                    Málefni:
                        
                            - Samrunamál
 
- 
                    Reifun
                    Þann 16. janúar sl. barst Samkeppniseftirlitinu styttri tilkynning vegna samruna Nýja Kaupþings banka hf. og Exista Properties ehf. og kaupa á tilteknum fasteignum Landic Íslands ehf. í samræmi við ákvæði 17. gr. a samkeppnislaga nr. 44/2005. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að kaupin feli í sér samruna í skilningi 17. Gr. samkeppnislaga og að samruninn falli undir samrunaeftirlit 17. gr. a laganna, þar sem veltuskilyrði eru uppfyllt. Þá fullnægði tilkynningin skilyrðum samkeppnislaga og reglna nr. 684/2008 um tilkynningu samruna en þar sem félögin starfa ekki á sömu mörkuðum var þeim heimilt að skila styttri tilkynningu skv. 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga vegna samruna. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni og mun eftirlitið því ekki aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga.