Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Travel Connect hf. á Iceland Unlimited ehf. Í samræmi við fyrri ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins er það mat eftirlitsins að samrunaaðilar starfi á markaði fyrir ferðaskrifstofur, þ.e. sölu innlendra ferðaskrifstofa á skipulögðum ferðum til og frá Íslandi.
Eftir rannsókn á samrunanum var það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Mun Samkeppniseftirlitið því ekki hafast frekar að vegna samrunans og lýkur meðferð málsins því á fyrsta fasa.
23 / 2023
Iceland Unlimited ehf.
Travel Connect hf.
Ferðaþjónusta
Samgöngur og ferðamál
Samrunamál
"*" indicates required fields