Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Vátryggingafélags Íslands hf. á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 27/2023
 • Dagsetning: 14/7/2023
 • Fyrirtæki:
  • Vátryggingafélag Íslands hf.
  • Líftryggingafélag Íslands hf.
  • Fossar fjárfestingabanki hf.
  • SIV eignastýring hf.
  • Glymur hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með ákvörðun þessari var tekin afstaða til kaupa Vátryggingafélags Íslands hf. („VÍS“) á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka hf. („Fossar“) en í honum fólst samruni í skilningi 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samruninn var tilkynntur formlega til Samkeppniseftirlitsins þann 23. maí 2023. Tilkynningarskylda virkjaðist 14. júní 2023 og frestir byrjuðu að líða þann 15. júní 2023.

  Athugun Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að að áhrif samrunans gæti fyrst og fremst á markaði fyrir eignastýringu. Aðrir markaðir málsins verða ekki fyrir neikvæðum láréttum áhrifum, eins og mál þetta lá fyrir, né að möguleg lóðrétt áhrif eða samsteypuáhrif samrunans væru skaðleg samkeppni. Ljóst er að sameinað félag getur orðið öflugur aðili á markaði fyrir eignarstýringu. Sömuleiðis liggur fyrir að á þeim markaði eru fleiri öflugir keppinautar, eins og bent er á í samrunaskrá.

  Í þessu sambandi má benda á að í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2019 Samruni Kviku banka hf. og Gamma Capital Management hf. var niðurstaða eftirlitsins sú að samstæða viðskiptabankanna fjögurra á markaði fyrir eignarstýringu í heild sinni væri sú að þeir héldu á samanlagt 80-90% af markaðnum. Engar vísbendingar vori um að sú staða hafi breyst í stórum dráttum. Þá má ætla að viðskiptavinir í eignastýringu, þá sérstaklega stofnanafjárfestar, veiti samkeppnislegt aðhald sem kaupendur viðkomandi þjónustu. Sömuleiðis var tekið fram að ekki bárust neinar neikvæð umsagnir um samrunann frá markaðsaðilum.

  Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki væru forsendur til íhlutunar vegna viðskiptanna. Þannig væru ekki vísbendingar fyrir hendi sem gæfu tilefni til þess að ætla að markaðsráðandi staða væri að myndast eða styrkjast á tilgreindum mörkuðum málsins eða samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti.